Framsækin hönnun DUX
Samfelld þróun
Við höfum eytt síðustu 90 árum í að bæta rúmin okkar og munum halda áfram að gera slíkt. Ítarlegar rannsóknir okkar gera okkur kleift að smíða rúm sem veita þér djúpan svefn og mikil þægindi til að líkaminn geti endurheimt sig við svefninn. Hjá DUX snýst nýsköpun ekki um breytt litaval. Áður en við notum nýjungar í vörum okkar gerum við ítarlegar rannsóknir og notum einungis íhluti sem bæta vörurnar á greinilegan hátt.
SVEIGJANLEGUR STUÐNINGUR
Þú ert aldrei alveg kyrr á meðan þú sefur. Þess vegna þarftu sveigjanlegt rúm sem lagar sig að hreyfingum þínum á nóttunni. Framsækið gormakerfi DUX stillir sig eftir þyngd og útlínum líkamans. Kerfið hreyfist með þér og veitir góðan stuðning og tryggir fullnægjandi blóðflæði á meðan vöðvarnir slaka á.
Einstök gormatækni
Gormarnir eru nægilega sveigjanlegir til að axlirnar og mjaðmirnar nái að sökkva niður en um leið nægilega slitsterkir til að styðja við mjóbakið. Bilið umhverfis gormana láta rúmin okkar anda og flytja líkamshita úr dýnunni. Loftflæðið dregur úr lykt og gefur loftræstingu til að berjast gegn bakteríum og sveppum. Þökk sé afar slitsterkri gormatækni þarftu aldrei að snúa DUX-dýnunni við. Gormanir missa ekki fjaðurmagn sitt með tíð og tíma. Þess vegna eiga rúmin að endast alla ævina.
Pascal
Stillanleg þægindasvæði
Við trúum því að hver líkami sé einstakur og ekkert sé persónulegra en rúm. Því fundum við upp einkaleyfisvarða Pascal-kerfið með stillanlegum þægindasvæðum. Hver gormur er sérhannað, vélrænt kraftaverk. Hægt er að skipta út hylkjum DUX-rúmanna, en hylkin innihalda gorma með ólíka spennu og stillanlega íhluti. Markmiðið er að laga kerfið að líkamsstærð og -þyngd hverju sinni. Síðan er hægt að breyta íhlutunum eftir því sem þú breytist.
STEFNA DUX VARÐANDI ÍHLUTI
Skipta út, endurnýja, endurbyggja
Stefna okkar varðandi íhluti gerir þér kleift að skipta út íhlutum, endurnýja íhluti eða uppfæra íhluti. DUX-yfirdýnan er ekki fest við rúmið. Hægt er að renna yfirdýnunni og komast að Pascal-kerfinu og tvöföldum gormabotnunum sem starfa sjálfstætt. Vegna þess að við hönnum rúm sem eiga að endast alla ævina, gefum við þér tækifæri til að endurnýja rúmin um leið og þau slitna. Ósk okkar er sú að þú fáir aðgang að framsæknum lausnum í framtíðinni til að bæta daglega upplifun þína.
ÞRAUTREYND TÆKNI
Okkar markmið er að fínstilla, bæta og koma með nýjungar í okkar rómuðu tækni. Fram til dagsins í dag hefur nákvæmt kerfi samtengdra, háspenntra stálgorma staðist tímans tönn. Tæknin okkar virkar og framleiðslusaga okkar er því til sönnunar.
Vertu með bakið beint
DUX-rúm laga sig eftir hryggnum og lina bakverki með því að dreifa líkamsþyngdinni jafnt. Markmið okkar er að þú hvílist í réttri líkamsstöðu. En slíkt er einungis hægt þegar allur líkaminn fær réttan stuðning.
Þú færð gæðasvefn
Þægilegt rúm er einn mikilvægasti þátturinn til að tryggja gæðasvefn á næturnar. En það gerist ekki fyrir tilviljun. Hver nýjung frá DUX er afrakstur vandaðrar rannsóknar og skoðunar. Lærið meira um svefnvísindin á bak við rannsóknir okkar og þróun.
Betri svefn
Öryggi í fyrirrúmi
Vörur okkar uppfylla strangar umhverfisvænar kröfur og innihalda engin óheilsusamleg eða skaðleg efni. Veldu rúm frá okkur og þú sefur vært, laus við eiturefni. Við bjóðum kodda og dýnuhlífar af ýmsum gerðum til að skapa öruggt svefnumhverfi sem er laust við rykmaura og aðra ofnæmisvalda.
Sjálfbærni