Sleppa og fara á aðalsíðu

Arfleifð DUX

Arfleif okkar

Háþróuð svefnkerfi DUX eru afrakstur nærri níu áratuga rannsókna og prófana. Fjórar kynslóðir Ljung-fjölskyldunnar hafa lagt metnað sinn í að framleiða þægilegustu og tæknilega háþróuðustu rúmin á markaðnum. Sænsku ræturnar koma fram í miklum gæðum og áralangri hefð. Alveg frá byrjun hafa markmið DUX verið aukin þægindi, afköst og ending. Tæknin okkar virkar... og framleiðslusaga okkar er því til sönnunar.

Sagan í stuttu máli

Það var eina kalda nótt í Chicago

Árið 1924 gisti sænski súkkulaðiframleiðandinn Efraim Ljung á litlu hóteli í Chicago og varð heillaður af því hversu þægilegt rúmið var. Hann tók fram lítinn vasahníf, skar varlega í dýnuna og skoðaði sveigjanlegu gormana að innanverðu.

Úr súkkulaðiframleiðslu yfir í rúmframleiðslu

Þegar Efraim kom aftur til Svíþjóðar hætti hann að framleiða konfekt og einbeitti sér að tilraunum með sveigjanlegar málmfjaðrir af mismunandi styrkleika og þanþoli. Hann stofnaði síðan DUX og hóf að framleiða dýnur árið 1926 í Malmö. 

 

Frá staðbundnu yfir í alþjóðlegt fyrirtæki

Saga DUX í Bandaríkjunum hófst árið 1977 þegar fyrirtækið opnaði sýningarsal og skrifstofur í New York.

Tíu árum síðar setti DUX vörumerkið DUXIANA á markað í Evrópu, Bretlandi og Bandaríkjunum.

Fjölskyldufyrirtæki

Meira en 90 árum seinna er fyrsta flokks sænska vörulínan enn 100% í eigu fjölskyldunnar. Fjögur barnabörn Efraim Ljung, þau Henrik, Charlotte, Anders og Oscar tóku við keflinu af Efraim og hafa rekið fyrirtækið í anda forfeðra sinna.