Bakheilsa
Við eigum allt sem til þarf
Þú getur náð stjórn á bakverkjunum. Veldu rétt rúm til að lina verkina og hversdagurinn breytist til hins betra. DUX veitir þér djúpstæða hvíld án þrýstings sem er góð fyrir hrygginn.
Vertu með bakið beint
Þegar þú sefur á nóttunni fær bakið ekki alltaf hvíldina sem það þarf á að halda. Spenna getur myndast í bakinu ef stuðningurinn er ekki réttur. Þess vegna eru vörur okkar hannaðar í því augnamiði að veita bakinu þínu virkan stuðning. Ímyndaðu þér að sofa í rúmi sem lagar sig eftir líkamslögun þinni og hreyfingum þínum. Hvers konar áhrif hefur þetta á þig? Eðlilegri líkamsstaða, afslappaðri vöðvar, minni verkir, betra blóðflæði og tækifæri til að endurheimta líkamann að fullu yfir nóttina. DUX-rúmið veitir þér þetta allt.
Rétt svefnstaða
Best er að sofa á hliðinni af eftirfarandi ástæðu. Þetta er eina líkamsstaðan sem réttir úr bakinu. Einnig verður mjög lítill þrýstingur á bakið þegar þú liggur á hliðinni. Hægt er að losa um enn meiri þrýsting á mjóbakið ef þú sefur í fósturstellingunni.
Dr Jason Gordon, baksérfræðingur með yfir tveggja áratuga starfsreynslu
Linar bakverk
Sérsniðið að þínum þörfum
bakheilsa
Goðsögnin um harða rúmið
Í gegnum tíðina hafa dýnur verið framleiddar úr efnum sem þjappast mikið saman og á endanum síga slíkar dýnur niður í miðjunni. Slíkt sig á dýnunni olli því að fólk fékk bakverki og því var hart rúm betri kostur að þeirra áliti.
Vísindin hafa sýnt að rúmið ætti hvorki að vera of hart né of mjúkt. Við mat á réttri dýnu verður að skoða hvernig hún styður við hrygginn. Hryggurinn er í réttri stöðu þegar vöðvarnir slaka alveg á. Rúm sem tryggir rétta stöðu hryggjarins veitir fyrsta flokks þægindi og heilbrigt bak.
Dýnan skiptir máli
Rúmið þitt getur linað bakverkinn
Læknisfræðilegar rannsóknir hafa leitt í ljós að yfir 80% af öllu fólki fær bakverki einhvern tímann á ævinni. Vöðvarnir venda hrygginn yfir daginn. Þau eiga hvíld skilið yfir nóttina. Bakverkir eru af mismunandi gerðum og sem betur fer eru í boði margvíslegar lausnir við þeim. Hvort sem þú ert með verki í mjóbaki, fyrir miðju baki, efri hluta baksins eða í hálsinum, er koddi, rúm eða dýna í boði til að lina slíka verki.
Allt frá árinu 1926 hafa verkfræðingar okkar rannsakað bakverki og svefnvenjur til að skapa besta umhverfið til að lina háls- og bakverki. Kynntu þér fyrst ólíkar gerðir bakverkja og leitaðu síðan að fullkominni, sérsniðinni lausn frá DUX.