Sleppa og fara á aðalsíðu

Bjóddu þægindin velkomin

Hönnun og DUX

Samstarfsaðili DUX secondary

DUX hefur staðið fyrir þróun og framleiðslu gæðadýna allt frá stofnun fyrirtækisins árið 1926 og hefur unnið með fjölda innanhússhönnuða, arkitekta og verktaka. Í gegnum árin hafa margar tímalausar vörur okkar verið búnar til í samstarfi við hönnuði, þ.m.t. Bruno Mathsson, Claesson Koivisto Rune og Norm Architets.

Nánustu tengsl okkar eru við samstarfsaðila okkar, teymi og einstaklinga sem eru fulltrúar vörumerkisins okkar og veita neytendum faglega ráðgjöf. Við leitumst sífellt eftir því að stækka hóp viðskiptavina okkar og bæta innanhússhönnuðum, arkitektum og verktökum við sem geta kynnt vörumerkið okkar og glatt viðskiptavini sína.

Sendiherrar DUX

Við höfum komið á fót „sendiherrakerfi“ DUX, sem felur í sér margs konar fríðindi fyrir innanhússhönnuði, arkitekta, ráðgjafa og verktaka sem taka þátt í að kynna merkið okkar og auka sölu DUX og DUXIANA.

Meðal þessara fríðinda eru fagmannaafsláttur af DUX-vörum, persónuleg ráðgjöf og aðgangur að verslunum okkar um heim allan, þ.m.t. afnot af fundarherbergjum okkar fyrir fundi með viðskiptavinum.

Við getum líka veitt þér, þínu teymi eða fyrirtækinu sem þú vinnur með margs konar fræðslu, til að tryggja að þú hafir allar nauðsynlegar upplýsingar um vörurnar okkar og ávinninginn af því að vinna með og nota DUX-vörur.

Umsókn um að verða sendiherra DUX

Samstarf okkar við hönnuði í fremstu röð

Sem fyrirtæki sem hefur verið í eigu sömu fjölskyldu í fjórar kynslóðir njótum við þess að geta unnið hratt, frá hönnunarhugmynd að fullunninni vöru. Það er meðal annars þess vegna sem hönnuðir í fremstu röð kjósa að vinna með okkur. Í dag eigum við samstarf við fjölda hönnuði af nýjustu kynslóðinni, fólk sem skarar fram úr á sínu sviði. Þannig heldur könnunarferðin okkar áfram, með annan fótinn í fortíðinni og hinn í framtíðinni.

Lesa meira um hönnunarteymið okkar

Fáðu að vita meira

Bæklingurinn okkar á netinu

Viltu fá að vita meira? Smelltu hér að neðan til að sækja netbæklinginn okkar, „Velkomin til DUX“.

Fara í netverslun

Hafa samband

Langar þig að ræða við DUX um hugsanlegt samstarfa? Þá skaltu ekki hika við að hafa samband. Við munum svara þér við fyrsta tækifæri.