Sleppa og fara á aðalsíðu

Umhverfismál

DUX er sjálfbært

Vörur okkar eru smíðaðar úr fyrsta flokks efnum. Gæðaefni, ásamt framsækinni hönnunin, tryggja langan endingartíma DUX-rúmanna. Markmið DUX er að framleiða sjálfbærustu og náttúrulegustu rúmin á markaðnum.

Við veljum á ábyrgan hátt

Framsækin hönnun DUX-rúmanna samanstendur af stillanlegum íhlutum. Hægt er að skipta um þá og í sumum tilvikum uppfæra þá. Hugmyndin að baki sjálfbærri hönnun er að DUX-rúmið sé eina rúmið sem þú kaupir yfir ævina. Fyrsta flokks efni tvinnast saman við 95 ára arfleið sænskra handverksmanna til að skapa afar endingargott rúm. Því endingarbetri sem rúmin eru, því færri rúm enda á ruslahaugunum.

Fyrsta flokks efni

Heilleiki DUX-rúmanna hefst með smíðaefnunum. Við trúum á mikil afköst og mikla endingu.

Hægvaxandi sænsk fura

Rúmbotninn er smíðaður úr viði frá Norður-Svíþjóð. Þar vex gríðarlega sterkbyggð fura á nöprum og köldum vetrum.

Sænskt stál með mikið togþol

Sterkt sænskt stál er kjarninn í hverju DUX-rúmi. Við notum einstaka, samfellda gorma og besta stál sem völ er á til að framleiða minnstu, þynnstu og kraftmestu gormana á markaðnum í dag.

Bómull með mörgum þráðum

Rúmin okkar eru vafin afar slitsterkum áklæðum úr bómull með mörgum þráðum. Bómullaráklæðið er afar mjúkt og ótrúlega endingargott.

Latexblanda úr paragúmmítrénu

Latexið í DUX-rúmunum er náttúruleg afurð unnin úr „paragúmmítrénu“ eða brasilíska gúmmítrénu. Latexið í yfirdýnunum okkar eykur endingartímann og veitir stuðning sem lagar sig nákvæmlega eftir líkama þínum.

Við erum fjórða kynslóð fjölskyldunnar sem rekur fyrirtækið. Við höfum skyldum að gegna gagnvart viðskiptavinum okkar hvað varðar gæði og endingartíma vara okkar og umhverfisvernd. Þetta teljum við vera sjálfsagðar skyldur okkar

Árangurinn er augljós

Besta leiðin til að upplifa DUX-rúm er að prófa þau. Taktu af allan vafa. Komdu við í næstu verslun og prófaðu.

Finna verslun