
Húsgögn
Jetson
Hægindastólar verða ekki þægilegri. Nútímaleg hönnun, stóll sem er auðvelt að koma fyrir og verður ein af gersemum heimilisins.
Jetson
Sígildur hægindastóll hannaður af Bruno Mathsson. Jetson-stóllinn endurspeglar bæði ástríðu hönnuðarins fyrir þægindum og hina sígildu, sænsku hönnunaraðferð. Sessan er skálarlaga og bakið er notendavænt og hátt, með höfuðpúða. Snúanlegur með einstökum, sjálfvirkum læsingarbúnaði.





Eiginleikar
- Fæst í mörgum litum og með ýmsum tauáklæðum eða leðri
- Sætishlutinn er úr krómrörum, svörtum eða grænum, með stoðefni og leðurbryddingum
- Sessan er stungin og með pólýeterfyllingu
- Krómhúðuð grind með snúningi og minniseiginleika
Lýsing
Jetson er eitt af kennimerkjum sænskar húsgagnahönnunar. Bruno Mathsson vann að hönnun þessa framsækna armstóls í þrjú ár, en nafnið á stólnum sótti hann í bandaríska sjónvarpsþáttaröð. Afraksturinn var afhjúpaður á sýningu í Nordiska Galleriet í Stokkhólmi árið 1969 og stóllinn sló samstundis í gegn. Jetson markaði tímamót í framleiðsluáætlun Bruno Mathsson og margir hafa reynt að stæla stólinn. Skálarlaga sessa, notendavænt og hátt bak með höfuðpúða. Undirstaðan er með einstökum minniseiginleika, sem þýðir að stóllinn snýst alltaf aftur í upphaflega stöðu.
Mál


Hægindastólar
Sérsníða
Mikið úrval er til af tau- og leðuráklæði fyrir DUX-hægindastóla. Eingöngu eru notuð fyrsta flokks efni í öllum verðflokkum. DUX velur af kostgæfni leður- og tauáklæði sem eru vönduð, endast lengi, hnökra ekki eða verða snjáð, halda vel lit og eru framleidd á sjálfbæran hátt.




Jetson

Jetson
Sjá einnig


Spider-stóll
Sígildur hægindastóll frá hönnunarteymi DUX. Stóllinn veitir frábæran stuðning með DUX-gormunum í ílöngum sessunum.
DUX-gormakerfi DUX-gormakerfi með samtengdum gormum


Superspider
Sígildur hægindastóll frá hönnunarteymi DUX. Hann er frábær í kósíhornið þitt, en það er líka hægt að hafa tvo stóla saman og búa þannig til alveg einstakt slökunarsvæði á heimilinu.