Húsgögn
Spider-stóll
Stóll með afslöppuðu, einföldu útliti og afburða þægindum, fyrir tilstilli DUX-gorma.
Spider-stóll
Sígildur hægindastóll frá hönnunarteymi DUX. Stóllinn veitir frábæran stuðning með DUX-gormunum í ílöngum sessunum.
- DUX-gormakerfi
Eiginleikar
- Fæst í mörgum litum og með ýmsu tauáklæði eða leðri
- Rörastálgrind, fáanleg með krómhúðaðri áferð og mattri svartri áferð
- Ílangar sessur með DUX-gormum
- Með fyllingu úr pólýeter og trefjaefni
Lýsing
Sex ílangar sessur og kóngulóarfætur hafa þegar gert Spider-stólinn frá árinu 1982 að sígildri nútímavöru. Stóllinn var endurmarkaðssettur sem hluti af DUX Design Revival 2012-átakinu. Hönnunin er sem fyrr einstök, en stóllinn er orðinn enn þægilegri en áður, enda eru sessurnar núna með Pascal-kerfinu og þannig tryggjum við mestu þægindin. Það má stilla nokkrum stólum upp saman eða hafa þá staka, með nægt rými í kring, og yfirbragðið verður í senn notalegt og nútímalegt.
Mál
Breidd | Dýpt | Hæð | Sætishæð |
---|---|---|---|
72cm | 85cm | 77.5cm | 38cm |
Hægindastólar
Sérsníða
Mikið úrval er til af tau- og leðuráklæði fyrir DUX-hægindastóla. Eingöngu eru notuð fyrsta flokks efni í öllum verðflokkum. DUX velur af kostgæfni leður- og tauáklæði sem eru vönduð, endast lengi, hnökra ekki eða verða snjáð, halda vel lit og eru framleidd á sjálfbæran hátt.
Sjá einnig
Jetson
Sígildur hægindastóll hannaður af Bruno Mathsson. Jetson-stóllinn endurspeglar bæði ástríðu hönnuðarins fyrir þægindum og hina sígildu, sænsku hönnunaraðferð. Sessan er skálarlaga og bakið er notendavænt og hátt, með höfuðpúða. Snúanlegur með einstökum, sjálfvirkum læsingarbúnaði.
Superspider
Sígildur hægindastóll frá hönnunarteymi DUX. Hann er frábær í kósíhornið þitt, en það er líka hægt að hafa tvo stóla saman og búa þannig til alveg einstakt slökunarsvæði á heimilinu.