Sleppa og fara á aðalsíðu

DUX_BANGOLUFSEN_RGB_BLACK.png

Samstarf um nýsköpun

DUX og Bang & Olufsen

Það er okkur einstök ánægja að greina frá samstarfsverkefni tveggja forystufyrirtækja. DUX, sem er þekkt fyrir óviðjafnanlega sérþekkingu á sviði nýsköpunar og svefnlausna, og Bang & Olufsen, sem er þekkt fyrir einstaka og fræga hönnun og framúrskarandi hljóðtækni, hafa tekið höndum saman um að setja ný viðmið um lúxus á sviði tæknilausna fyrir heimilið. Afrakstur þessa samstarfsverkefnis er höfðagafl með hljóðheimi: óviðjafnanlegur samruni forms og notagildis.

Skoðaðu höfðagafl með hljóðheimi

Um Bang og Olufsen

Stofnað árið 1925 af Peter Bang og Svend Olufsen í Struer, Danmörku.

Í fyrstu lagði fyrirtækið alla áherslu á framleiðslu útvarpstækja.

Fyrirtækið á heiðurinn að fjölda nýjunga í hljóðtækni, þar á meðal þróun fyrsta útvarpstækisins sem byggði eingöngu á smáratækni, árið 1957.

Í áranna rás ávann Bang & Olufsen sér mikinn orðstír fyrir að leggja áherslu á hágæða hljóðtækni og hugvitssamlega hönnun.

Fyrirtækið stækkaði hratt og hóf að framleiða sjónvörp, hátalara, heyrnartól og sjálfvirkar heimilistæknilausnir.
Það er enn í dag leiðandi vörumerki á sviði lúxushljóðtækni og er rómað fyrir auðþekkjanlegt hönnunarútlit og framúrskarandi hljómgæði.

 

B_O Black _1x.png

Nánar um DUX

Sænski frumkvöðullinn Efraim Ljung stofnaði fyrirtækið árið 1926 með það að markmiði að gjörbylta svefngeiranum.

Við kynntum fyrstu gormadýnuna til sögunnar árið 1928 og urðum þannig brautryðjendur í notkun á stökum stálfjöðrum til að auka þægindi og stuðning.

Í áranna rás hefur DUX haldið áfram að þróa hönnun á dýnum og innleitt ný og vönduð efni og byltingarkennda tækni til að hámarka svefngæði.

Fyrirtækið hefur tryggt sér sess sem leiðandi vörumerki fyrir lúxusdýnur og er þekkt fyrir metnað sinn í handverki, gæðum og vinnuvistfræðilegri hönnun.

Nú sem fyrr heldur DUX áfram að vinna í anda einstakrar arfleifðar sinnar á sviði hugvitssamlegra svefnlausna og tryggja kröfuhörðum viðskiptavinum um allan heim vandaðan og endurnærandi svefn.

 

dux-black.png

Okkur er mikil ánægja að greina frá því að við höfum tekið upp samstarf við DUX um að fylla þitt svefnherbergi af framúrskarandi hljóði, hönnun og handverki Bang & Olufsen. Bæði fyrirtækin eiga sér langa og merka sögu um nýsköpun, hugvit og metnað fyrir gæðum og endingu, en samstarfið er frábært dæmi um samvinnu tveggja gæðafyrirtækja sem bæði nýta sér tækni og þróun til úrbóta á sviði svefns.

Tiina Karjalainen Kiersch, yfirmaður hönnunardeildar Bang & Olufsen

Við hjá DUX erum stolt af árangursríku samstarfi við fjölda fyrirtækja í áranna rás. Þegar okkur gafst færi á samstarfi við eitt virtasta fyrirtækið í Skandinavíu, sem auk þess deilir mörgum af okkar lykilforsendum og gildum, kom ekki annað til greina en taka því opnum örmum. Bang & Olufsen er þekkt fyrir framúrskarandi tækni og vörur og við erum himinlifandi með vöruna sem nú kemur á markað og er afrakstur þessa samstarfs.

Kevin Slade, yfirmaður rekstrarumsvifa hjá DUX

Hringrásarvottun

Beosound Level-hátalarinn var fyrsta varan frá Bang & Olufsen sem til að hljót vottunina „Cradle to Cradle Certified® Bronze“.

Lestu meira um Cradle to Cradle-vottun

Tengt