DUXIANA gerist opinber söluaðili rúma fyrir Tottenham Hotspur
DUXIANA – framleiðandi DUX-rúm, sem eru rómuð fyrir að tryggja afburða svefn í krafti háþróaðrar tækni og sjálfbærra hráefna – er nú orðinn opinber söluaðili rúma fyrir Tottenham Hotspur.
Einstakt svefngæðakerfi DUX 8008, ásamt púðunum sem við framleiðum, prýðir nú hvert einasta herbergi í „The Lodge“ – dvalarstað leikmannanna okkar við Hotspur Way, þar sem ekkert er til sparað til að tryggja leikmönnunum okkar sem allra besta hvíld.
Til að tryggja samfellu í svefngæðum hafa leikmennirnir okkar fengið nákvæmlega eins rúm og fylgihluti á heimilum þeirra.
8008 rúmið er með þremur gormalögum sem veita einstakan stuðning og tveimur lögum af náttúrulegum latexsvampi. Rúmið er einnig með stillanlegum stuðningi við mjóhrygg. Þetta rúm býður því óviðjafnanleg þægindi og virkan stuðning við allan líkamann.
DUXIANA hefur einnig sett sér það markmið að framleiða sjálfbærustu rúmin á markaðnum og notar í því skyni sérlega vönduð og endingargóð hráefni, meðal annars hægsprottna, sænska furu, sænskt stál, hágæða bómull og náttúrlegt latex, framleitt úr hevea-trjám.
Geoff Scott, yfirmaður íþróttalækninga og íþróttafræða hjá, Tottenham Hotspur, segir: „Við erum sífellt að leita nýrra leiða til að bæta aðstöðuna og umgjörðina fyrir leikmennina og starfið okkar. DUX-rúm er ekki aðeins rúm – það er háþróað og hægt að sníða að þörfum hvers og eins og er því frábært til að hjálpa leikmönnunum okkar að viðhalda heilsu og kröftum, en þar gegnir góður svefn lykilhlutverki. Eftir að við fórum að bjóða upp á DUX-rúm í „The Lodge“ hefur leikmönnunum okkar gengið mun betur en áður að mæta þeim miklu kröfum sem við gerum til þeirra.“
Henrik Ljung, forstjóri DUX & DUXIANA, segir: „Ég er gífurlega stoltur af því að fyrirtækið okkar sé nú opinber söluaðili rúma fyrir fótboltafélagið Tottenham Hotspur. Þegar okkkur gafst þetta tækifæri til að vinna með frábæru félagi, sem er þekkt um heim allan, sem deilir metnaði okkar á sviði heilsu og heilsuræktar gegnum svefn, og leggur auk þess sama metnað og við í sjálfbærni, þurftum við ekki að hugsa okkur lengi um. Við hlökkum til að vinna með Tottenham og leggja okkar að mörkum til að hjálpa liðinu að komast alla leið í mark.“