Sleppa og fara á aðalsíðu

Einn líkami. Tvær klukkur.

Líkamar okkar ganga í takt við tvær klukkur. Önnur klukkan gengur eftir sólinni og kallast yfirleitt dægursveifla. Hinni klukkunni er stjórnað af hóp taugafruma í heilanum sem kallast kjarni undirstúku (SCN-kjarni), eða samvægisstöð svefns/vöku.

Það er kominn háttatími

Þegar við höfum verið vakandi í lengri tíma sendir samvægisstöð svefns/vöku boð um að uppsöfnuð svefnþörf sé orðin mikil og við ættum að fara að leggja okkur. Þetta stjórnkerfi líkamans aðstoðar okkur við að fá nægilegan svefn um nóttina til að bæta upp fyrir klukkustundirnar sem við erum vakandi.

En það er hængur á

Ef samvægisstöð svefns/vöku væri eina klukkan sem við gengjum eftir, myndum við vakna úthvíld, endurnærð og árvökul en við yrðum þreyttari og þreyttari eftir því sem liði á daginn, líkt og rafhlaða sem verður hægt og bítandi rafmagnslaus. En slíkt er ekki raunin, eins og þú veist. Orkustig okkar sveiflast upp og niður yfir daginn vegna mótvægis frá hinni klukku líkamans, sem yfirleitt kallast dægursveiflan.

Jafngömul og sólin

Dægursveiflan er 24 klukkustunda hringur sem hefur áhrif á ýmsar lífverur, t.d. mannkynið, ávaxtaflugur og sveppi, svo einhverjar séu nefndar. Dægursveiflan sveiflast upp og niður á mismunandi tímum dagsins. Svefnþörf fullorðinna einstaklinga er sem sterkust á milli 2:00-4:00 á nóttunni og á milli 13:00-15:00 á eftirmiðdögum, en slíkt er breytilegt eftir því hvort viðkomandi er „morgunhani“ eða „kvöldúlfur“. Syfjan sem við finnum fyrir þegar dægursveiflan fer upp og niður er ekki eins mikil þegar við erum útsofin en mjög mikil ef við höfum sofum lítið. Dægursveiflan getur einnig gert okkur árvökulli á vissum tímapunktum dagsins, þrátt fyrir að við höfum vakað í margar klukkustundir og samvægisstöð svefns/vöku sé að gefa okkur merki um að verða syfjuð.

Baráttan við klukkurnar

Þessi tvö kerfi vega yfirleitt upp á móti hvort öðru. Hins vegar geta þær færst úr stöðu vegna þess að þær starfa sjálfstætt. Truflanir á dægursveiflunni eins og t.d. flugþreyta valda árekstrum við eðlileg svefnmynstur okkar, vegna þess að breytingar á tíma og birtu neyða líkamann til að aðlaga sig og breyta eðlilegu mynstri sínu. Slík einkenni koma einnig fram í hversdagslífinu þegar truflanir verða á dægursveiflunni ef við vökum of lengi eða sofum á óreglulegum tíma. Þar af leiðandi er mikilvægt að halda reglubundna svefnáætlun, til að báðar klukkurnar slái í takt.

Ljósið og hugurinn

Samvægi svefns/vöku verður einnig fyrir áhrifum af birtu og myrkri. Kjarni undirstúkunnar er rétt fyrir ofan sjóntaugarnar. Á morgnanna berst ljósið frá sjóntaugunum í kjarna undirstúkunnar og gefur innri klukkunni merki um að vakna. Kjarni undirstúkunnar sendir boð til annarra hluta heilans sem stjórna hormónum, líkamshita og öðrum aðgerðum sem gegna hlutverki við að gera okkur syfjuð eða árvökul. Þegar minni birta er fyrir hendi, eins og eftir sólsetur, sendir kjarni undirstúkunnar heilanum boð um að framleiða meira af melatóníni, eða hormóninu sem gerir okkur syfjuð. Þar af leiðandi getur lestur á Kindle, iPad eða spjaldtölvu upp í rúmi á kvöldin valdið árvekni, en fólk verður yfirleitt syfjaðra á því að lesa bók sem er prentuð á pappír.

Tengt