Sleppa og fara á aðalsíðu

Gönguferð um Kungsleden, Svíþjóð

Kungsleden er ein af bestu fjallaleiðum í veröldinni. Djúp gljúfur liggja við gróðursælar heiðar og gáráttir fjallalækir verða að freyðandi straumröstum.

Svíþjóð státar af bestu fjallaleið veraldar. Hún kallast Kungsleden og er stórkostlegt ferðalag um stórbrotið 270 mílna landslag. Fjallaferðir kalla á mikla þjálfun og kunnáttu, en hægt er að ganga ýmsa hluta leiðarinnar í styttri ferðum. 

Gönguferðir um konung fjallastíganna, Kungsleden, eru paradís bakpokaferðalangsins. Á norðurleið Kungsleden er marga fjallakofa að finna, en u.þ.b. dagleið er á milli þeirra. Því er hægt að ferðast létt og hratt eða fara hægar yfir, ef ferðalangarnir hafa tíma til þess. Einnig er mikill kostur að geta tjaldað hvar sem er. Tjalda má t.d. við hliðina  á litlum jökli í örlitlum dal við hálfrunna eða við hlið beljandi ánna.

 

„ÞAÐ ER FRÁBÆRT AÐ FARA Á VORIN OG HAUSTIN OG ÞAÐ ER ÁBYGGILEGA BESTI TÍMINN TIL AÐ SÆKJA SVÍÞJÓÐ HEIM, VEGNA ÞESS AÐ FÓLK NÝTUR GÓÐA VEÐURSINS EN SNEIÐIR HJÁ STÓRUM HÓPUM. ÞANNIG ER HÆGT AÐ UPPLIFA NÁNAST ALLT FYRIR UTAN MIÐNÆTURSÓLINA OG NORÐURLJÓSIN“.

– Alex Waltner er sænskur flakkari, Besti tími ársins til að fara til Svíþjóðar

Frekari upplýsingar um Kungsleden-fjallaleiðina er að finna í greininni  
KONUNGUR ALLRA FJALLALEIÐA! eftir Göran Wallin.

Einnig er í boði gagnvirkur listi yfir 7 ÓTRÚLEGAR FJALLALEIÐIR Í SVÍÞJÓÐ  úr Scandinavian Traveler, sem er tímarit gefið út af Scandinavian Airlines. 

Tengt