Hreinsun við svefn
Nýleg rannsókn á vegum Maiken Nedergaard, sem er meðstjórnandi við University of Rochester’s Center for Translational Neuromedicine, leiddi í ljós kerfi sem hreinsar úrgangsefni úr heilanum.
Rannsóknin birtist í tímaritinu Science. Hún leiðir í ljós einstaka aðferð heilans við að fjarlægja úrgangsefni með því að nota hreinsunarkerfi fyrir heilafrumur. Þetta kerfi er aðallega virkt í svefni.
Eitlakerfið sér um að farga frumuúrgangi í líkamanum en er hins vegar ekki virkt í heilanum. Þess í stað dælir heilinn heila- og mænuvökva í gegnum heilavefina og skolar úrganginum inn í blóðrásarkerfið þar sem hann berst á endanum í lifrina.
Nauðsynlegt er að fjarlægja úrgangsefni úr heilanum á réttum tíma. Þegar slík efni safnast fyrir eða eru of lengi í líkamanum verða þau eitruð og skaða eða drepa frumur. Heilafrumur er sérlega viðkvæmar og margir taugakvillar eins og Parkinsonveiki, fettubrettusýki og blönduð hreyfitaugahrörnun tengjast skemmdum á heilafrumum vegna efnaskiptaúrgangs. Alzheimers-sjúkdómur einkennist t.d. af uppsöfnun á niðurbrotsefni próteinsins beta-amyloids sem veldur vitglöpum.