Sleppa og fara á aðalsíðu

Hvað þýða draumar í raun og veru

Bliksvefn gefur þér betri skilning á sjálfum/sjálfri þér.

Furthermore og DUXIANA kynna Life, Awakened - röð myndskeiða og greina um djúpan, endurnærandi svefn sem grunn að virkum og heilbrigðum lífsstíl.

„Þú vilt bæði sofa vel og dreyma vel“, að sögn Rubin Naiman, Ph.D., aðstoðarprófessors í klínískri læknisfræði við Center for Integrative Medicine, University of Arizona í Tucson. „Fólk sem dreymir ekki vel mun á endanum stíflast sálfræðilega séð og slíkt getur valdið kvillum eins og þunglyndi og kvíða í daglega lífinu“.

Bliksvefn (REM) er það tímabil þegar flestir draumar eiga sér stað og er að mörgu leyti besti tími dagsins fyrir heilann til að vinna úr minningum og kafa djúpt inn í sjálfið. Draumar tengjast tilfinningalegri heilsu sterkum böndum, en ekki er enn vitað hvernig slíkum tengslum er háttað.

Þú getur tileinkað þér réttar aðferðir til að nýta draumfarir og auka afköst, leysa úr vandamálum og meira til. Og ástæðan er þessi:

Þeir aðstoða þig við að vinna úr tilfinningunum. 

Þú ættir að líta á REM-svefn sem ókeypis meðferðarlotu. „Upplifanir sem við getum ekki unnið úr á meðan við erum vakandi, vinnum við úr í bliksvefni“, að sögn Naiman. Hann bætir við að um tveir þriðju af draumum fólks á hverri nóttu innihaldi neikvæðar tilfinningar eins og ótta eða kvíða. Slíkt er merki um heilbrigði: Það þýðir að þú ert að vinna úr tilfinningum eða atburðum sem þú hugsanlega hefur hunsað yfir daginn.

Draumar eru ómeðvituð leið heilans til að vinna úr upplifunum hvers einstaklings. Draumfarir og að muna eftir draumum telst einnig vera lykillinn að betri andlegri heilsu.

Nýttu þér eftirfarandi:

Keyptu dagbók og hafðu hana við rúmið til að hripa niður draumana. Reyndu að muna eftir síðasta draumnum um leið og þú vaknar. Síðan skaltu skrifa niður það sem þú manst eins fljótt og auðið er. Þú ættir að muna betur eftir draumunum eftir um sjö til tíu daga.

Þú ættir einnig að leita ráða hjá lækni varðandi inntöku B6-vítamína: Ný rannsókn University of Adelaide í Ástralíu leiddi í ljós að fólk man betur eftir draumunum ef það innbyrti um 240 milligrömm fyrir svefninn.

Slíkt veitir fólki tækifæri til að hugsa út fyrir rammann.

Þú getur nýtt þér eftirfarandi staðreynd: 

Fólk fær oft hugljómun á meðan það dottar. „Draumar hunsa alla rökfræði og gera okkur kleift að hugsa út fyrir rammann í stað þess að gera sömu hlutina aftur og aftur“, að sögn Deirdre Barrett, Ph.D., aðstoðarprófessors við sálfræðideild Harvard Medical School í Boston. Hún hefur rætt við íþróttamenn sem hafa bætt frammistöðu sína með því að liggja meðvitundarlausir upp í rúmi. Gott dæmi er tennisleikari sem (í raun og veru) dreymdi betri leið við að gefa uppgjöf.Það er hægt að leysa vandamál á skapandi hátt í svefni. Barrett lýsir aðferðinni nánar í bókinni sinni, The Committee of Sleep. Áður en þú ferð að sofa skaltu skrifa niður vandamálið sem þú glímir við. Reyndu að sjá það fyrir þér í huganum og segðu sjálfri/sjálfum þér að leysa vandamálið um leið og þú sofnar. Eyddu nokkrum mínútum í að hugsa um drauminn þegar þú vaknar. (Hafðu penna og blað við höndina ef þú færð hugljómun þegar þú dottar). Þegar Barrett bað nokkra háskólanema um að leysa persónuleg vandamál sín í svefni, dreymdi helmingur þeirra vandamálið. Flestir töldu að draumarnir innihéldu lausn við vandamálinu.

Draumar geta varað við hugsanlegum heilsuvandamálum. 

Draumar geta birt áður óþekkt heilsufarsvandamál. „Þegar okkur dreymir verðum við fyrir skynhrifum sem við hunsum yfir daginn af því við erum að einbeita okkur að öðru“, að sögn Barrett.

Rannsóknir hafa sýnt að margar konur dreyma um brjóstakrabbamein áður en sjúkdómurinn greinist. Rannsóknir hafa einnig sýnt að sjálfvakinn atferliskvilli í bliksvefni (RBD), eða þegar fólk dreymir skýra, svæsna og ofsafengna drauma er snemmbúin vísbending um hrörnunarsjúkdóma eins og Parkinsonsveiki og vitglöp.

Önnur vísindagrein birtist í tímaritinu Sleep Medicine og sýndi fram á að fólk með kæfisvefn fær oft martraðir um að kafna. Slíkar martraðir hurfu hjá 91 prósent sjúklinga um leið og þeir byrjuðu að nota vél sem veitir stöðugan, jákvæðan loftþrýsting (CPAP-vél).

Draumar spá hins vegar ekki til um framtíðina. „Þetta er frekar forvarnarkerfi eða aðferð til að gæta sín á hugsanlegum vandamálum sem mögulega er hægt að staðfesta eða ekki í vökuástandi“, að sögn Kelly Bulkeley, Ph.D., framkvæmdarstjóra Sleep and Dream Database.

Nýttu þér eftirfarandi: 

Merkingar draumar eru frekar táknrænar en bókstaflegar. „Þú verður að kafa dýpra til að komast að því hvaða merkingu krabbamein í draumunum hefur fyrir þig“, að sögn Naiman. „Vendu þig á að fylgjast náið með draumum þínum og þá áttu auðveldara með að ráða í merkingu þeirra“. Þú verður hugsanlega að ráðfæra þig við lækni ef þú ert með slíkan kvilla eða ef vandamál koma í ljós í svefni. Ef þig dreymir um sérstök heilsufarsleg vandamál kann að vera kominn tími á að panta tíma hjá lækni.

Fullkomin heilsa er jafnhliða þríhyrningur líkamsræktar, næringar og svefns. Furthermore og DUXIANA hafa tekið sig saman til að bjóða þér fjölda greina til að aðstoða við forgangsröðun þríhyrningsins og hámarka frammistöðu þína um leið. Lestu allar greinar Furthermore hér og þú munt vakna til vitundar.

 

Tengt