Hljóðrás fyrir frábæra hvíld
Hjá DUXIANA hefur það alltaf verið forgangsmál að bæta svefn viðskiptavinanna. Við erum stöðugt að rannsaka hvað það er sem mannslíkaminn þarf til að hvílast sem best og nú nýverið höfum við rannsakað sérstaklega með hvaða hætti hljóð getur bætt svefnupplifunina. Þessar rannsóknir hafa skilað okkur tveimur nýjum spilunarlistum með tónlist sem er valin á vísindalegan hátt til að auðvelda þér að sofna vært – og vakna endurnærðari.
Fyrsti spilunarlistinn, sem ber heitið „Sleep Sounds“, býður upp á níu lög, sérsamin í því skyni að auðvelda hlustendum að sofna. Hinn listinn ber heitið „Wake Up Sounds“ og er með sjö lögum sem eru hönnuð til að vekja þig blóðlega af værum blundi að morgni dags.
„Markmiðið með þessari vinnu okkar er auðvelda okkar viðskipavinum að njóta heilbrigðari svefns,“ segir Henrik Ljung, forstjóri DUX & DUXIANA. „Spilunarlistarnir eru nú þegar aðgengilegir til streymis á öllum helstu veitum og við vonum að þeir geri svefninn í DUX-rúmi enn þægilegri en áður. En auðvitað geta allir hlustað á þá!“
Rétti takturinn fyrir hvern tíma dagsins
Verkefnið hverfðist um rannsóknir á því hvernig fólk bregst við mismunandi tíðni slaga á mínútu (BPM) í tónlist. Við könnuðum hvernig breyting á takthraða í lagi getur auðveldað fólki að slaka á eftir eril dagsins, eða gefið orkuskot í byrjun nýs dags.
„Þegar við hugleiddum hvernig við vildum þróa þessa tónlist rannsakaði teymið okkar hvernig tíðni slaga á mínútu hefur áhrif á hjartsláttartíðni og hvernig þetta tengist slökun,“ útskýrir Ljung „Það kom í ljós að tónlist með 60 til 80 slögum á mínútu reyndist best til að tryggja samstillingu við venjulegan hjartslátt og til að hægja á huganum og færa slökun.“
Á grundvelli þessara rannsókna byrjar fyrsta lagið á listanum „Sleep Sounds“ í 80 slögum á mínútu. Þegar líður á listann hægist smám saman á þar til komið er niður í 60 slög á mínútu, en þá er hlustandinn vonandi kominn í slökunarástand og tilbúinn til að sofna – ef hann er ekki þegar dottinn út af. „Wake Up Sounds“ byggir á sömu hugmynd. Listinn byrjar í 80 slögum á mínútu og tíðnin eykst svo smám saman, allt upp í hressandi 140 slög á mínútu.
„Annað sem við skoðuðum var hvernig uppbygging hljóma getur endurspeglað mannlegar tilfinningar,“ bætir Ljung við. „Eins og mörg vita getur mollhljómur virst „tregafullur“ og dúrhljómur frekar virst „glaðlegur“. En við fórum á dýptina í þetta og skoðuðum hvernig tónlist getur skapað tilfinningu fyrir festu og öryggi þegar notaður er tiltekinn hljómagangur og hljómbreytingar.“
Aukin innsýn í vísindin á bak við svefninn
Nýju lagalistarnir eru vissulega frumraun DUXIANA í tónlistarbransanum, en fyrst og fremst eru þeir afrakstur áralangrar skuldbindingar okkar um að auka þekkingu á því hvernig skynvísindi geta fært okkur aukna hvíld og vellíðan. Það er sú skuldbinding sem hefur knúið svefnrannsóknirnar sem liggja að baki hönnunar hinna margrómuðu DUX-rúma.
„Ef það er eitthvað sem við öll hjá DUXIANA tökum alvarlega er það svefn,“ segir Ljung. „Við mælum og rannsökum allt sem tengist svefni manna. Rúmin okkar eru hönnuð og smíðuð á grundvelli næstum heillar aldar rannsókna og þróunar í svefnvísindum og við munum áfram leita nýrra leiða til að gera svefnupplifun í DUX-rúmi enn betri og þægilegri.“