
Húsgögn
Karin
Stóll í fullkominn stærð og sígildri, fallegri hönnun sem er auðvelt að koma fyrir og færa til.
Karin
Karin-hægindastóllinn er sígild hönnun úr smiðju Bruno Mathsson, glæsilegur í útliti með fallegri krómhúðaðri grind og vatteruðu sæti með djúpum stungum.





Eiginleikar
- Fæst í mörgum litum og úr ýmsum efnum, þ.m.t. leðri
- Krómhúðuð grind með stoðneti
- Sessur með ríkulega bólstruðum innri kjarna
- Hjól undir til að auðvelt sé að færa vöruna til
Lýsing
Hinn sígildi og gullfallegi Karin-hægindastóll var hannaður af Bruno Mathsson árið 1969, og var fyrsta húsgagnið sem varð til í samstarfi sem stóð yfir í nokkra áratugi. Karin-hægindastóllinn er hornsteinninn í þessari glæsilegu vörulínu og er búinn þægilega bólstruðum sessum í sæti og á baki, á krómhúðaðri grind með stoðneti. Karin-línan býður einnig upp á skemil og borð.
Mál
Breidd | Dýpt | Hæð | Sætishæð |
---|---|---|---|
75cm | 82cm | 80cm | 41cm |
Hægindastólar
Sérsníða
Mikið úrval er til af tau- og leðuráklæði fyrir DUX-hægindastóla. Eingöngu eru notuð fyrsta flokks efni í öllum verðflokkum. DUX velur af kostgæfni leður- og tauáklæði sem eru vönduð, endast lengi, hnökra ekki eða verða snjáð, halda vel lit og eru framleidd á sjálfbæran hátt.
Fleiri hægindastólar


Karin 73
Karin 73 stóllinn er sígild hönnun úr smiðju Bruno Mathsson, glæsilegur í útliti með fallegri krómhúðaðri grind og vatteruðu sæti með djúpum stungum.


Jetson
Sígildur hægindastóll hannaður af Bruno Mathsson. Jetson-stóllinn endurspeglar bæði ástríðu hönnuðarins fyrir þægindum og hina sígildu, sænsku hönnunaraðferð. Sessan er skálarlaga og bakið er notendavænt og hátt, með höfuðpúða. Snúanlegur með einstökum, sjálfvirkum læsingarbúnaði.