
Rúm
DUX 6006
Hönnun sem fellur þétt að líkamanum, á tvöföldum grunni með sérstillanlegum þægindasvæðum.
DUX 6006
DUX 6006 er samsett rúm sem býður upp á sérstillingu með Pascal-kerfinu okkar.
-
DUX-gormakerfi
-
Pascal-kerfi



Eiginleikar
- Tveggja laga gormadýna með náttúrulegum latexsvampi og tvöföldum skammti af 12 cm gormum
- Samsett dýna með Pascal-kerfi – auðvelt að breyta stillingum þægindasvæða úr mjúku í mjög stíft
- Fjöldi gorma í stærðinni 90 x 200 cm er 1.956
- Útskiptanleg yfirdýna úr latexsvampi
- Leðurskreytingar
- Hæð dýnu er 44 cm
- Ráðlögð hæð fóta er 8 cm, 12 cm, 16 cm
- Franskur rennilás fyrir pífulök
- DUX 6006 sem er 140 cm eða meira á breidd er alltaf með tvískiptum botni
Lýsing
DUX 6006 státar af tveimur DUX-lausnum sem í sameiningu tryggja þér ýtrustu þægindi. Rúmið er með sérlega djúpum gormum, vegna tvöfalda DUX-gormakerfisins, með þúsundum gagnvirkra gorma. Rúmið er með allt að sex Pascal-hólf – allt eftir stærð – sem er skipt á þægindasvæðin þrjú – fyrir axlir, mjaðmir og fótleggi. Hvert svæði er hægt að stilla á mjúkt, meðalstíft, stíft eða mjög stíft, allt eftir einstaklingsbundnum þörfum.
Mál
Breidd | Lengd |
---|---|
90cm | 200cm |
90cm | 210cm |
90cm | 220cm |
105cm | 200cm |
105cm | 210cm |
105cm | 220cm |
120cm | 200cm |
120cm | 210cm |
120cm | 220cm |
140cm | 200cm |
140cm | 210cm |
140cm | 220cm |
160cm | 200cm |
160cm | 210cm |
160cm | 220cm |
180cm | 200cm |
180cm | 210cm |
180cm | 220cm |
210cm | 200cm |
210cm | 210cm |
210cm | 220cm |
Sérsniðið rúm
Við viljum að rúmið þitt sé þinn griðastaður. Þess vegna velur þú alla íhluti þess, allt frá dýnu, höfðagafli og yfirdýnu til fótanna. Gerðu DUX persónulegt!

DUX 6006

DUX 6006
-
Rúm
DUX 6006
Hönnun sem fellur þétt að líkamanum, á tvöföldum grunni með sérstillanlegum þægindasvæðum.
Lesa meira
-
Yfirdýnur
Xupport Plus
Þetta er ein vinsælasta yfirdýnan okkar, enda er efsta lagið ótrúlega mjúkt, hún er úr náttúrulegum efnum og endist mjög lengi.
Lesa meira
-
Höfðagaflar
Anna
Anna-höfðagaflinn okkar – listasmíð úr viði með þægilegum stuðningspúða.
Lesa meira
-
Hægindastólar
Domus úr viði
Gullfallegur, handsmíðaður hægindastóll fyrir sparihornið, eða sem stáss í miðri stofu.
Lesa meira
Pascal-kerfið með stillanlegum þægindasvæðum
Klæðskerasniðin að þínum þörfum
Pascal-kerfið með stillanlegum þægindasvæðum gerir þér kleift að sérstilla þína hlið rúmsins. Búnaðurinn er með fjórum stillingum (mjúkt, miðlungs, stíft og mjög stíft) og hann má sérstilla á þremur mismunandi svæðum: við herðar, mjaðmir og fótleggi. Allt tryggir þetta hárrétta stöðu hryggsúlunnar og færir þér væran nætursvefn.
Aukahlutir
Veldu rúmfætur, höfðagafl, pífulak og sængurlín. Sérhannaða fylgihlutalínan okkar hentar fullkomlega fyrir DUX-rúmið þitt.

Rúmfætur
Veldu útlit, hæð og lit fyrir fætur.
Skoða rúmfætur

Höfðagaflar
Höfðagaflarnir okkar fást í mörgum gerðum og hægt er að velja um bólstrun í mörgum efnum.
Skoða höfðagafla

Yfirdýnur
Yfirdýnurnar okkar eru óaðskiljanlegur hluti DUX-rúmanna og gera upplifunina enn þægilegri.
Skoða yfirdýnur

Sængurföt
Rúmteppi, dúnn og vandað sængurlín.
Skoða rúmföt