Sleppa og fara á aðalsíðu

Hönnuðir okkar

CLAESSON KOIVISTO RUNE

Claesson Koivisto Rune er samstarfshópur sænskra arkitekta og var stofnaður í Stokkhólmi árið 1995 af Mårten Claesson, Eero Koivisto and Ola Rune. Fyrirtækið var stofnað sem arkitektafyrirtæki en hefur síðan breyst í alþjóðlega viðurkennda, þverfaglega skrifstofu sem leggur jafna áherslu á arkitektúr og hönnun.

DUX er án vafa besta húsgagnalínan frá Svíþjóð og móttökur fyrirtækisins á alþjóðavísu jafnast á við móttökurnar sem bestu ítölsku vörumerkin hafa fengið.

– Mårten Claesson, Eero Koivisto og Ola Rune

Saga Claesson Koivisto Rune

MÅRTEN CLAESSON, EERO KOIVISTO OG OLA RUNE kynntust fyrir hartnær 30 árum þegar þeir stunduðu nám við Konstfack, lista- og hönnunarháskólann í Stokkhólmi. Árið 1995 stofnuðu þeir arkitektastofu saman. Í dag er Claesson Koivisto Rune heimsþekkt arkitekta- og hönnunarstúdíó. Nýleg verkefni Claesson Koivisto Rune eru meðal annars hönnun á „boutique-hóteli“ í gamalli bankabygginu í Tókýó, endurnýjun hins glæsilega Grand Hotel Terminus í Bergen í Noregi og hönnun einstakra viðarhúsgagna sem eru handsmíðuð í Japan.

Fyrstu DUX-vörurnar litu dagsins ljós árið 2017 sem hluti af Claesson Koivisto Rune-línunni. Fáguð hönnun þeirra er innblásin af alþjóðlegum áhrifum og tóna fallega við DUX-vörur Brunos Mathsson, sem eru einhver klassískustu sænsku húsgögn 20. aldarinnar. „Það er heiður að vinna með svo frábæru fólki og ótrúlegt en satt hlutum við Bruno Mathsson-verðlaunin árið 2015,“ segir Ola Rune. Línan inniheldur Anita-hægindastólinn, sem lýst er sem „norrænum að því leyti að hann er gerður úr við.“ „Þar sem ramminn er rifjaður er stóllinn einskonar hægindastóll í formi viðarstóls. Þannig dregur hann ekki of mikla athygli að sér og hálfhringslögunin auðveldar að koma honum fyrir,“ segir Mårten Claesson.

„Það sem meira er að hann er örlítið breiðari og lægri en aðrir hægindastólar. Hann er ekki svo grannur og hár heldur fremur láréttur,“ bætir Eero Koivisto við. Sessurnar innihalda hina frægu DUX-gorma til að tryggja þægindi. Lunaria-borðið er gert úr vaxbornum aski með óreglulegu yfirborði sem minnir á tunglið. Borðið passar einstaklega vel við Anita-viðarstólinn. Hinn fágaði og þægilegi Alicia-sófi er samsettur úr hlutum sem hægt er að setja saman á nokkra vegu. Grunnurinn er úr hinu einstaka Dux-gormakerfi.

„Þessi tækni hefur gert okkur kleift að hanna sófa sem er þægilegri en nokkur annar sófi í heiminum og það er frekar töff! Þú „situr“ ekki í honum líkt og í öðrum venjulegum bólstruðum húsgögnum. Það er alltaf einhver hreyfing gormunum.“ „Þetta er í raun skúlptúr,“ segir Mårten Claesson. Claesson Koivisto Rune hefur unnið til margra verðlauna síðastliðinn áratug. Fyrir utan hin virtu Bruno Mathsson-verðlaun hefur stúdíóið hlotið titlana hönnuður ársins frá Elle Decoration (2011), húsgagn ársins (2012) og svefnherbergisvara ársins (2018) ásamt titlunum hönnuður ársins og besti stóllinn (2014) frá Elle Decor Italia. Þetta er fyrsta stúdíóið til að hljóta alþjóðlegu Red Dot Design-verðlaun í fimm flokkum hvorki meira né minna, þ.m.t. fyrir arkitektúr.

DUX-húsgögn, hönnuð hjá Claesson Koivisto Rune

Fleiri DUX-hönnuðir