
Húsgögn
Anita
Þægilegur og nettur smásófi. Teygðu úr fótleggjunum, lestu, slakaðu á eða vafraðu á netinu.
Anita
Steyptu saman sígildum, skandínavískum Windsor-stól og bólstruðum hægindastól í ítölskum stíl og þá hefur þú Anita-stólinn, hannaðan af Claesson Koivisto Rune.
-
DUX-gormakerfi





Eiginleikar
- Fæst í mörgum litum og með ýmsum tauáklæðum eða leðri
- Grind úr aski með náttúruolíu eða bæsuðum í brúnu/svörtu
- Sætissessan er með DUX-gormum og Pascal-kerfi, úr náttúrlegu latexi með fyllingu úr dúni og fjöðrum
Lýsing
Þessi hægindastóll er opinn og þægilegur – í senn léttur og þungur. Anita-stóllinn einkennist af hringformum sem gerir að verkum að þessi hægindastóll hentar inn í öll rými og fellur vel að öðrum húsgögnum. Rimlabakið gerir Anita-stólinn léttan og gagnsæjan og þess vegna virðist hann aldrei fyrirferðarmikill.
Mál
Breidd | Dýpt | Hæð | Sætishæð |
---|---|---|---|
99cm | 88cm | 68cm | 38cm |
Hægindastólar
Sérsníða
Mikið úrval er til af tau- og leðuráklæði fyrir DUX-hægindastóla. Eingöngu eru notuð fyrsta flokks efni í öllum verðflokkum. DUX velur af kostgæfni leður- og tauáklæði sem eru vönduð, endast lengi, hnökra ekki eða verða snjáð, halda vel lit og eru framleidd á sjálfbæran hátt.
Fleiri hægindastólar


Jetson
Sígildur hægindastóll hannaður af Bruno Mathsson. Jetson-stóllinn endurspeglar bæði ástríðu hönnuðarins fyrir þægindum og hina sígildu, sænsku hönnunaraðferð. Sessan er skálarlaga og bakið er notendavænt og hátt, með höfuðpúða. Snúanlegur með einstökum, sjálfvirkum læsingarbúnaði.


Spider-stóll
Sígildur hægindastóll frá hönnunarteymi DUX. Stóllinn veitir frábæran stuðning með DUX-gormunum í ílöngum sessunum.
DUX-gormakerfi DUX-gormakerfi með samtengdum gormum